Erlent

Kiko Japansprinsessa eignast son

Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Frumvarp lá fyrir japanska þinginu síðastliðinn vetur til lagabreytingar á þann hátt að konur mættu líka erfa krúnuna en það var sett á salt þegar fréttist af meðgöngu Kiko prinsessu. Ekki þykja miklar líkur á því að frumvarpið verði tekið upp aftur í bráð og enn minni líkur á að lagabreyting konum í hag verði samþykkt, nú þegar litli prinsinn er kominn til sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×