
Sport
Tveir stórleikir í beinni í kvöld

Það verða tveir frábærir leikir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í undankeppni EM í kvöld. Á Sýn verður stórleikur liðanna sem mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur mánuðum þegar Frakkar og Ítalir mætast í París og þá verður leikur Makedóna og Englendinga í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18.