Góð byrjun Íslendinga gegn Finnum
Íslenska landsliðið í körfubolta byrjar vel gegn Finnum í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópukeppninnar. Ísland hefur yfir 31-21 eftir fyrsta leikhlutann, þar sem Brenton Birmingham hefur skorað 9 stig fyrir íslenska liðið og þeir Logi Gunnarsson go Páll Axl Vilbergsson 8 hvor. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll, þar sem trommusveit Keflvíkinga fer fremst í flokki við að hvetja íslenska liðið.