Blair í Ísrael 9. september 2006 18:45 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans. Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira