Nokkur ensku blaðana greindu frá því í morgun að Martin Jol, stjóri Tottenham, sé tilbúinn að losa sig við enska landsliðsframherjann Jermain Defoe og ætli sér að hlusta vel á tilboð sem gætu borist í hann þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í byrjun næsta árs.
Koma framherjans Mido til Tottenham hefur ekki gert Defoe gott og er hann sem stendur fjórði framherjinn í goggunarröð Jol, á eftir Dimitar Derbatov, Robbie Keane og Mido. Sú staða getur ekki gert landsliðsferlinum gott og því er talið að Defoe sjálfur muni ekki slá hendinni á móti sölu frá Tottenham.