Sættast Zidane og Materazzi? 12. september 2006 18:15 AFP Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Sjá meira
Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Sjá meira