Fundur leiðtoga þeirra ríkja sem standa utan bandalaga hófst í Havana á Kúbu í gær. Raul Castro, starfandi forseti landsins, tók á móti forsetum Laos og Gíneu Bissau.
Búast má við líflegum umræðum á fundinum enda eru Ahmadinejad, Íransforseti, Assad, Sýrlandsforseti og Chavez, forseti Venesúela, væntanlegir en þeir eru allir svarnir andstæðingar Bandaríkjanna. Kim Yong Nam, næstráðand í Norður-Kóreu, sækir einnig fundinn.
Baráttan gegn hryðjuverkum, fátækt, heilbrigðismál og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs verða helstu umræðuefni fundarins.