Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag 13. september 2006 19:05 Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna.Þjóðarflokkurinn, annars stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur misst eitthvað fylgi en þó ekki eins mikið og búist var við. Hann mælist nú með um 8% og hefur flest það fylgi sem hann hefur misst færst á mið- og hægriflokkana.Tvær nýjar skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum milli fylkinganna og ekki eins tvísýnt um úrslit í rúman aldarfjórðung. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum.Atvinnu- og efnahagsmál hafa verið sett á oddinn í kosningabaráttunni. Frederik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgarflokkanna, þykir hafa haft betur gegn Persson í tvennum sjónvarpskappræðum en þrátt fyrir það hefur flokkur hans dalað lítið eitt í könnunum.Reinfeldt hefur gert mikið af því að fara út meðal almennings og ræða við það á vinnustöðum þess. Göran Persson segist gefa lítið fyrir svartsýnar spár fjármálasérfræðinga um þróun efnahagsmála.Persson lét hafa eftir sér á dögunum að hann útilokaði ekki samstarf við mið- og hægriflokka eftir kosningar. Þau ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og hafa forvígismenn samstarfsflokka Jafnaðarmanna tekið það óstynnt upp og einhverjir formenn mið- og hægriflokkanna þegar lokað á slíkt samstarf og sagt þetta örvæntingarfullt útspil hjá forsætisráðherranum. Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna.Þjóðarflokkurinn, annars stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur misst eitthvað fylgi en þó ekki eins mikið og búist var við. Hann mælist nú með um 8% og hefur flest það fylgi sem hann hefur misst færst á mið- og hægriflokkana.Tvær nýjar skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum milli fylkinganna og ekki eins tvísýnt um úrslit í rúman aldarfjórðung. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum.Atvinnu- og efnahagsmál hafa verið sett á oddinn í kosningabaráttunni. Frederik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgarflokkanna, þykir hafa haft betur gegn Persson í tvennum sjónvarpskappræðum en þrátt fyrir það hefur flokkur hans dalað lítið eitt í könnunum.Reinfeldt hefur gert mikið af því að fara út meðal almennings og ræða við það á vinnustöðum þess. Göran Persson segist gefa lítið fyrir svartsýnar spár fjármálasérfræðinga um þróun efnahagsmála.Persson lét hafa eftir sér á dögunum að hann útilokaði ekki samstarf við mið- og hægriflokka eftir kosningar. Þau ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og hafa forvígismenn samstarfsflokka Jafnaðarmanna tekið það óstynnt upp og einhverjir formenn mið- og hægriflokkanna þegar lokað á slíkt samstarf og sagt þetta örvæntingarfullt útspil hjá forsætisráðherranum.
Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira