
Körfubolti
Jón Arnór fer ekki með til Austurríkis

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað með íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það sækir Austurríkismenn heim á laugardag eftir að hann sneri sig illa á ökkla á upphafsmínútum leiksins gegn Lúxemburg í Keflavík í gærkvöld. Arnar Freyr Jónsson, leikmaður Keflavíkur, hefur verið valinn í landsliðshópinn í stað Jóns Arnórs, en þetta er vitanlega nokkuð áfall fyrir landsliðið sem þarf nauðsynlega á sigri að halda á laugardag til að eiga möguleika á sæti í A-deildinni.