Ísland - Noregur á laugardaginn

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar tímamótaleik í Keflavík klukkan 14 á laugardag þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í fyrsta heimaleik sínum í Evrópukeppni. Hitaveita Suðurnesja ætlar að bjóða áhugasömum frítt á leikinn á laugardag. Íslenska liðið lék sinn fyrsta Evrópuleik gegn Hollendingum á dögunum og tapaði þá naumlega, en rétt er að hvetja sem flesta til að mæta í Sláturhúsið á laugardaginn til að styðja við bakið á stúlkunum.