45% þjóðarinnar fær sjúklegan kvíða 16. september 2006 09:00 Fyrsti þátturinn fjallar um kvíða, en honum fá 45% þjóðarinnar að kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni. Við heyrum reynslusögur af heiftarlegum kvíðaköstum, og er ekki laust við að umsjónarmaður þáttarins hafi persónulega reynslu af ofsakvíða og neyðarlegum uppákomum sem honum tengjast. Margir vita ekki að þeir eru með kvíðaröskun og enn fleiri halda því leyndu. Fæstir vita að til eru einfaldar og góðar aðferðir til að losna undan kvíðanum og verða betri en nokkru sinni fyrr. Fylgist með athyglisverðri umræðu um kvíða í Mannlega þættinum á NFS í dag kl 10:00.Ert þú kvíðin(n)? •Stöðugar áhyggjur: Þú ert alltaf með áhyggjur af fjölskyldunni eða heilsunni og hrekkur við í hvert sinn sem þú heyrir í sjúkrabíl. Maginn er í hnút og þér líður eins og eitthvað hræðilegt sé við það að gerast - en þú áttar þig ekki alveg á hvert vandamálið er.•Ótti og fælni: Þú ert kannski hrædd(ur) við nálar, blóð, pöddur, vatn, hunda - hvað um lofthræðslu, flughræðslu, hræðslu við að lokast inn í lyftu eða öðru þröngu rými?•Sviðsótti: Þú stirðnar upp í hvert sinn sem þú þarft að taka próf, koma fram fyrir fólk, eða keppa í íþróttum.•Ræðufælni: Þú verður óstyrk(ur) í hvert sinn sem þú þarft að taka til máls frammi fyrir hóp af fólki, vegna þess að þú segir við þig: "Ég fer ábyggilega að skjálfa og allir munu sjá hvað ég er hrædd(ur). Allt á eftir að þurrkast út úr hausnum á mér og ég geri mig að fífli. Allir munu líta niður á mig og finnast ég algjör taugasjúklingur."•Feimni: Þú ert óörugg(ur) og vandræðalegu(ur) innan um fólk af því þú segir við þig: "Allir virðast svo sjarmerandi og afslappaðir. En ég hef ekkert áhugavert að segja. Fólk sér örugglega hvað ég er feimin(n) og vandræðaleg(ur). Það heldur eflaust að ég sé eitthvað skrítin(n) eða algjör lúser. Ég er sú eina (sá eini) sem líður svona. Hvað er eiginlega að mér?"•Kvíðaköst: Þú upplifir óvænt, skelfileg kvíðaköst sem virðast koma eins og þruma úr heiðskýru lofti. Meðan á kastinu stendur færðu svima, þungan hjartslátt og fingurnir dofna. Þú segir kannski við sjálfa(n) þig: "Ég hlýt að vera að fá hjartaáfall. Hvað ef ég missi meðvitund og dey? Ég næ ekki andanum! Hvað ef ég kafna? Þú heldur dauðahaldi í lífið. Innan skamms hverfur skelfingin á jafndularfullan hátt og hún birtist og þú ert skilin(n) eftir ráðvillt(ur), hrædd(ur) og niðurlægð(ur). Þú furðar þig á því hvað hafi gerst og hvenær það muni gerast næst.•Víðáttufælni: Þú ert hrædd(ur) við að vera ein(n) að heiman vegna þess að þú heldur að eitthvað hræðilegt muni gerast - þú fáir kannski kvíðakast - og að enginn verði til að hjálpa þér. Þú óttast kannski opin svæði, brýr, fólksþröng, biðröð í Hagkaupum eða að taka strætó.•Þráhyggja og árátta: Það sækja sífellt á þig hugsanir sem þú getur ekki losað þig við, og áráttufull löngun til ná tökum á hræðslu þinni með hjátrúarlegum athöfnum. Til dæmis ertu kannski ofsahrædd(ur) við sýkla og gripinn óstjórnlegri löngun til að þvo þér um hendurnar aftur og aftur daginn á enda. Eða þú ferð kannski framúr rúminu slag í slag til að huga að eldavélinni, bara til að vera viss um að þú hafir munað eftir að slökkva á öllum hellunum.•Áfallastreita: Minningar eða endurupplifanir skelfilegra atburða sækja sífellt á þig, jafnvel mörgum mánuðum eða árum eftir að þeir gerðust. Hér gæti verið um að ræða slys, nauðgun, misnotkun, pyntingar eða morð.•Áhyggur af útlitinu: Þú ert algjörlega sannfærð(ur) um að eitthvað sé ógeðslegt eða óeðlilegt við útlit þitt, jafnvel þó að vinir þínir og ættingjar fullyrði allir að þú lítir prýðilega út. Þú heldur kannski að nefið á þér sé vanskapað, þú sért að missa hárið eða að þú sért ekki rétt vaxin(n). Þú eyðir kannski óhemju tíma í að ráðfæra þig við lýtalækna eða fyrir framan spegil að reyna að leiðrétta vankantana, því þú ert svo sannfærð(ur) um að allir sjái hvað þú lítir skelfilega út.•Áhyggjur af heilsunni (Hypochondriasis): Þú flakkar á milli lækna og kvartar yfir verkjum, eymslum, þreytu, svima eða öðrum sjúkdómseinkennum. Þú ert handviss um að þú sért með einhvern ægilegan sjúkdóm, en læknarnir sannfæra þig alltaf um að allt sé í lagi með þig. Þér léttir í nokkra daga, en fljótlega færðu heilsuleysið aftur á heilann.Kafli úr bókinni: When Panic Attacks eftir Dr. David D. Burns (Random House 2006). Mannlegi þátturinn Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fyrsti þátturinn fjallar um kvíða, en honum fá 45% þjóðarinnar að kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni. Við heyrum reynslusögur af heiftarlegum kvíðaköstum, og er ekki laust við að umsjónarmaður þáttarins hafi persónulega reynslu af ofsakvíða og neyðarlegum uppákomum sem honum tengjast. Margir vita ekki að þeir eru með kvíðaröskun og enn fleiri halda því leyndu. Fæstir vita að til eru einfaldar og góðar aðferðir til að losna undan kvíðanum og verða betri en nokkru sinni fyrr. Fylgist með athyglisverðri umræðu um kvíða í Mannlega þættinum á NFS í dag kl 10:00.Ert þú kvíðin(n)? •Stöðugar áhyggjur: Þú ert alltaf með áhyggjur af fjölskyldunni eða heilsunni og hrekkur við í hvert sinn sem þú heyrir í sjúkrabíl. Maginn er í hnút og þér líður eins og eitthvað hræðilegt sé við það að gerast - en þú áttar þig ekki alveg á hvert vandamálið er.•Ótti og fælni: Þú ert kannski hrædd(ur) við nálar, blóð, pöddur, vatn, hunda - hvað um lofthræðslu, flughræðslu, hræðslu við að lokast inn í lyftu eða öðru þröngu rými?•Sviðsótti: Þú stirðnar upp í hvert sinn sem þú þarft að taka próf, koma fram fyrir fólk, eða keppa í íþróttum.•Ræðufælni: Þú verður óstyrk(ur) í hvert sinn sem þú þarft að taka til máls frammi fyrir hóp af fólki, vegna þess að þú segir við þig: "Ég fer ábyggilega að skjálfa og allir munu sjá hvað ég er hrædd(ur). Allt á eftir að þurrkast út úr hausnum á mér og ég geri mig að fífli. Allir munu líta niður á mig og finnast ég algjör taugasjúklingur."•Feimni: Þú ert óörugg(ur) og vandræðalegu(ur) innan um fólk af því þú segir við þig: "Allir virðast svo sjarmerandi og afslappaðir. En ég hef ekkert áhugavert að segja. Fólk sér örugglega hvað ég er feimin(n) og vandræðaleg(ur). Það heldur eflaust að ég sé eitthvað skrítin(n) eða algjör lúser. Ég er sú eina (sá eini) sem líður svona. Hvað er eiginlega að mér?"•Kvíðaköst: Þú upplifir óvænt, skelfileg kvíðaköst sem virðast koma eins og þruma úr heiðskýru lofti. Meðan á kastinu stendur færðu svima, þungan hjartslátt og fingurnir dofna. Þú segir kannski við sjálfa(n) þig: "Ég hlýt að vera að fá hjartaáfall. Hvað ef ég missi meðvitund og dey? Ég næ ekki andanum! Hvað ef ég kafna? Þú heldur dauðahaldi í lífið. Innan skamms hverfur skelfingin á jafndularfullan hátt og hún birtist og þú ert skilin(n) eftir ráðvillt(ur), hrædd(ur) og niðurlægð(ur). Þú furðar þig á því hvað hafi gerst og hvenær það muni gerast næst.•Víðáttufælni: Þú ert hrædd(ur) við að vera ein(n) að heiman vegna þess að þú heldur að eitthvað hræðilegt muni gerast - þú fáir kannski kvíðakast - og að enginn verði til að hjálpa þér. Þú óttast kannski opin svæði, brýr, fólksþröng, biðröð í Hagkaupum eða að taka strætó.•Þráhyggja og árátta: Það sækja sífellt á þig hugsanir sem þú getur ekki losað þig við, og áráttufull löngun til ná tökum á hræðslu þinni með hjátrúarlegum athöfnum. Til dæmis ertu kannski ofsahrædd(ur) við sýkla og gripinn óstjórnlegri löngun til að þvo þér um hendurnar aftur og aftur daginn á enda. Eða þú ferð kannski framúr rúminu slag í slag til að huga að eldavélinni, bara til að vera viss um að þú hafir munað eftir að slökkva á öllum hellunum.•Áfallastreita: Minningar eða endurupplifanir skelfilegra atburða sækja sífellt á þig, jafnvel mörgum mánuðum eða árum eftir að þeir gerðust. Hér gæti verið um að ræða slys, nauðgun, misnotkun, pyntingar eða morð.•Áhyggur af útlitinu: Þú ert algjörlega sannfærð(ur) um að eitthvað sé ógeðslegt eða óeðlilegt við útlit þitt, jafnvel þó að vinir þínir og ættingjar fullyrði allir að þú lítir prýðilega út. Þú heldur kannski að nefið á þér sé vanskapað, þú sért að missa hárið eða að þú sért ekki rétt vaxin(n). Þú eyðir kannski óhemju tíma í að ráðfæra þig við lýtalækna eða fyrir framan spegil að reyna að leiðrétta vankantana, því þú ert svo sannfærð(ur) um að allir sjái hvað þú lítir skelfilega út.•Áhyggjur af heilsunni (Hypochondriasis): Þú flakkar á milli lækna og kvartar yfir verkjum, eymslum, þreytu, svima eða öðrum sjúkdómseinkennum. Þú ert handviss um að þú sért með einhvern ægilegan sjúkdóm, en læknarnir sannfæra þig alltaf um að allt sé í lagi með þig. Þér léttir í nokkra daga, en fljótlega færðu heilsuleysið aftur á heilann.Kafli úr bókinni: When Panic Attacks eftir Dr. David D. Burns (Random House 2006).
Mannlegi þátturinn Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira