Erlent

Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. MYND/AP

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar.

Tilkynning þess efnis var send frá skrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra. Tekist hefur verið á um skipan nefndar sem falið yrði að sjá um slíka rannsókn og einnig deilt um hvaða heimildir slík nefnd hefði.

Töluverð óánægja er meðal margra Ísraela með framkvæmd hernaðaraðgerða og hefur Olmert verið gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×