Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi 17. september 2006 12:45 Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Páfi kom fram í Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Páfi notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Honum þætti afar leitt að ummæli sín hefðu verið túlkuð sem móðgun af múslimum, það hefði ekki verið ætlunin. Hann sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Páfi sagði ummælin sem hann hefði vitna ekki endurspegla á nokkurn hátt skoðanir hans. Páfi sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þetta kom fram en töldu flestir leiðtogar múslima það ekki duga, hann yrði að segja þetta sjálfur opinberlega, sem hann hefur nú gert. Svo er eftir að koma í ljós hvort þetta dugir til að róa hinn íslamska heim. Öryggisgæsla hefur verið hert á Ítalíu vegna hótana sem borist hafa, til að mynda frá herskáum klerk í Sómalíu sem hvetur trúbræður sína til að myrða páfa. Umfangsmikil gæsla var við sumdardvalarstað páfa, Gandolfo-kastala, rétt fyrir utan Róm, þar sem hann flutti sunnudagsblessun sína. Þess var þó gætt að öryggisverðir röskuðu ekki bænastundinni. Kveikt var í tveimur kirkjum á Vesturbakkanum í nótt. Sjö kirkjur hafa verið skotmörk öfgamanna síðasta rúma sólahringinn. Eldsprengjum var varpað á fjórar í Nablus á Vesturbakkanum í gær og ráðist á þá fimmtu á Gaza-svæðinu. Kristnir telja aðeins nokkra tugi þúsunda á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem þar sem þrjár milljónir búa. Samskipti milli kristinna og múslima hafa yfirleitt talist góða á því svæði og hefur heimastjórn Palestínumanna reynt hvað hún getur til að tryggja að kristnir hafi fulltrúa á æðstu stöðum. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Páfi kom fram í Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Páfi notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Honum þætti afar leitt að ummæli sín hefðu verið túlkuð sem móðgun af múslimum, það hefði ekki verið ætlunin. Hann sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Páfi sagði ummælin sem hann hefði vitna ekki endurspegla á nokkurn hátt skoðanir hans. Páfi sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þetta kom fram en töldu flestir leiðtogar múslima það ekki duga, hann yrði að segja þetta sjálfur opinberlega, sem hann hefur nú gert. Svo er eftir að koma í ljós hvort þetta dugir til að róa hinn íslamska heim. Öryggisgæsla hefur verið hert á Ítalíu vegna hótana sem borist hafa, til að mynda frá herskáum klerk í Sómalíu sem hvetur trúbræður sína til að myrða páfa. Umfangsmikil gæsla var við sumdardvalarstað páfa, Gandolfo-kastala, rétt fyrir utan Róm, þar sem hann flutti sunnudagsblessun sína. Þess var þó gætt að öryggisverðir röskuðu ekki bænastundinni. Kveikt var í tveimur kirkjum á Vesturbakkanum í nótt. Sjö kirkjur hafa verið skotmörk öfgamanna síðasta rúma sólahringinn. Eldsprengjum var varpað á fjórar í Nablus á Vesturbakkanum í gær og ráðist á þá fimmtu á Gaza-svæðinu. Kristnir telja aðeins nokkra tugi þúsunda á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem þar sem þrjár milljónir búa. Samskipti milli kristinna og múslima hafa yfirleitt talist góða á því svæði og hefur heimastjórn Palestínumanna reynt hvað hún getur til að tryggja að kristnir hafi fulltrúa á æðstu stöðum. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira