Mótmælendur verða teknir föstum tökum 19. september 2006 12:21 Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum. Mikil átök brutust út víða í Ungverjalandi í nótt þegar þúsundir manna kröfðust þess að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, segði af sér eftir að hann varð uppvís um lygar. Átökin voru mest í höfuðborginn Búdapest þar sem mótmælendur ruddust inn í höfuðstöðvar Ríkissjónvarpsins eftir að hafa kveikt í fjölda bíla þar fyrir utan. Á sunnudaginn spilaði Ríkisútvarpið í Ungverjalandi upptökur þar sem forsætisráðherrann játaði að hafa logið um efnahagsástandið í landinu. Á upptökunni ræðir Gyurcsany við flokksbróður sinn og segir: ,,Við höfum logið síðastliðið eitt og hálft ár. Við lugum á morgnana, við lugum á daginn og á nóttunni.'' Þá heyrist hann einnig segja að ríkisstjórnin hafi klúrað efnahagsmálunum. ,,Ekki lítið, heldur mjög mikið," segir Gyurcsany og heldur áfram og segir að ekkert annað Evrópuríki hafi gert eins heimskulega hluti. Að minnsta kosti hundrað og fimmtíu almennir borgarar slösuðust í átökunum í nótt og um eitt hundrað lögreglumenn. Lögreglan beitti táragasi og vatni til að reyna að ná tökum á ástandinu en fólkið kastaði flöskum og steinum í átt að henni. Gyurcsany sagði í morgun nóttina eina þá dekkstu í sögu landsins frá falli kommúnismans. Hann sagðist hafa íhugað það í þrjár mínútur á sunnudaginn að segja af sér vegna ummælanna en ekki talið sig hafa ástæðu til þess. Dómsmálaráðherra landsins bauðst til að segja af í ljósi óeirðanna í nótt þar sem öryggismál í landinu heyra undir hann. Gyurcsany neitaði hins vegar að taka við uppsagnarbréfinu. Gyurcsany sagði lögregluna taka mótmælendur föstum tökum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná tökum á ástandinu. Erlent Fréttir Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum. Mikil átök brutust út víða í Ungverjalandi í nótt þegar þúsundir manna kröfðust þess að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, segði af sér eftir að hann varð uppvís um lygar. Átökin voru mest í höfuðborginn Búdapest þar sem mótmælendur ruddust inn í höfuðstöðvar Ríkissjónvarpsins eftir að hafa kveikt í fjölda bíla þar fyrir utan. Á sunnudaginn spilaði Ríkisútvarpið í Ungverjalandi upptökur þar sem forsætisráðherrann játaði að hafa logið um efnahagsástandið í landinu. Á upptökunni ræðir Gyurcsany við flokksbróður sinn og segir: ,,Við höfum logið síðastliðið eitt og hálft ár. Við lugum á morgnana, við lugum á daginn og á nóttunni.'' Þá heyrist hann einnig segja að ríkisstjórnin hafi klúrað efnahagsmálunum. ,,Ekki lítið, heldur mjög mikið," segir Gyurcsany og heldur áfram og segir að ekkert annað Evrópuríki hafi gert eins heimskulega hluti. Að minnsta kosti hundrað og fimmtíu almennir borgarar slösuðust í átökunum í nótt og um eitt hundrað lögreglumenn. Lögreglan beitti táragasi og vatni til að reyna að ná tökum á ástandinu en fólkið kastaði flöskum og steinum í átt að henni. Gyurcsany sagði í morgun nóttina eina þá dekkstu í sögu landsins frá falli kommúnismans. Hann sagðist hafa íhugað það í þrjár mínútur á sunnudaginn að segja af sér vegna ummælanna en ekki talið sig hafa ástæðu til þess. Dómsmálaráðherra landsins bauðst til að segja af í ljósi óeirðanna í nótt þar sem öryggismál í landinu heyra undir hann. Gyurcsany neitaði hins vegar að taka við uppsagnarbréfinu. Gyurcsany sagði lögregluna taka mótmælendur föstum tökum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná tökum á ástandinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira