Shinxo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans. Abe var nýlega kjörinn formaður flokks frjálslyndra demókrata og tekur hann við af Junichiro Koizumi.
Abe hlaut 464 af 702 atkvæðum, eða 66% atkvæða, þegar flokkurinn kaus í dag hver myndi taka við forsætisráðherrastólnum. Hörð stefna Abe gagnvart Norður-Kóreu hefur vakið athygli. Abe verður yngsti forsætisráðherra landsins.