Telja utanríkisstefnu Japana verða herskárri 20. september 2006 13:15 Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn. Abe var kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á þingi hans í morgun með um tveimur þriðju hluta atkvæða. Taro Aso utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Tanigaki fjármálaráðherra í því þriðja. Japanska þingið mun svo að öllum líkindum kjósa Abe forsætisráðherra í næstu viku þegar Junichiro Koizumi lætur af embætti sínu enda hefur flokkurinn þar töglin og hagldirnar. Abe er 51 árs gamall og nái hann kjöri verður hann sá yngsti sem sest hefur í stól forsætisráðherra Japans. Hann verður jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem fæddur er eftir heimsstyrjöldina síðari. Faðir hans var utanríkisráðherra og afi forsætisráðherra þannig að honum eru stjórnmálin í blóð borin. Abe er sagður íhaldssamur og því er reiknað með að hann muni reka svipaða stefnu í efnahagsmálum og Koizumi, núverandi forsætisráðherra. Hann er hins vegar sagður herskárri en forveri sinn, meðal annars í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreumenn. Abe vill ennfremur að Japanar hætti að biðjast afsökunar á illvirkjum hersins í styrjöldum fyrri ára og beri höfuðið í staðinn hátt. Því er næsta víst að hann muni halda áfram heimsóknum að Yasukuni-helgidómnum umdeilda sem er nágrannaþjóðunum svo mikill þyrnir í augum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn. Abe var kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á þingi hans í morgun með um tveimur þriðju hluta atkvæða. Taro Aso utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Tanigaki fjármálaráðherra í því þriðja. Japanska þingið mun svo að öllum líkindum kjósa Abe forsætisráðherra í næstu viku þegar Junichiro Koizumi lætur af embætti sínu enda hefur flokkurinn þar töglin og hagldirnar. Abe er 51 árs gamall og nái hann kjöri verður hann sá yngsti sem sest hefur í stól forsætisráðherra Japans. Hann verður jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem fæddur er eftir heimsstyrjöldina síðari. Faðir hans var utanríkisráðherra og afi forsætisráðherra þannig að honum eru stjórnmálin í blóð borin. Abe er sagður íhaldssamur og því er reiknað með að hann muni reka svipaða stefnu í efnahagsmálum og Koizumi, núverandi forsætisráðherra. Hann er hins vegar sagður herskárri en forveri sinn, meðal annars í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreumenn. Abe vill ennfremur að Japanar hætti að biðjast afsökunar á illvirkjum hersins í styrjöldum fyrri ára og beri höfuðið í staðinn hátt. Því er næsta víst að hann muni halda áfram heimsóknum að Yasukuni-helgidómnum umdeilda sem er nágrannaþjóðunum svo mikill þyrnir í augum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira