Erlent

Sýknaður af ákæru um að hafa móðgað Tyrki

Frá mótmælum fyrir utan dómhúsið í Istanbúl í dag.
Frá mótmælum fyrir utan dómhúsið í Istanbúl í dag. MYND/AP

Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í dag Elif Shafak, þekktasta rithöfund landsins, af ákæru um að hafa móðgað Tyrki með skrifum sínum. Í skáldsögu Shafak er fjallað um morð á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915 til 1923.

Shafak segir í skrifum sínum að þar hafi verið um þjóðarmorð að ræða. Tyrknesk stjórnvöld og sagnfræðingar hafa neitað þessu og segja ekki um þjóðarmorð hafi verið að ræða þegar ein og hálf milljón Armena var flutt frá landinu og fjölmargir týndu lífi.

Tyrkir hafa löngum haldið því fram að mun færri hafi týnt lífi. Flestir sagnfræðingar sem hafa eitthvað fjallað um málið segja þó frásagnir og gögn benda til þess að þetta hafi verið fyrstu þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar. Dómurinn í dag er sagður sögulegur og hefur vakið hörð viðbrögð þjóðernissinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×