Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur handtekið einn mann vegna rannsóknar sinnar á sprengjutilræði í miðri borginni í gær. Sænska ríkisútvarpið segir manninn tengjast vélhjólaklúbbnum Banditos. Bílsprengja sprakk á Vasatorgi í miðri Gautaborg þar um hádegisbilið og slapp eigandi bílsins út úr honum áður. Tveir vegfarendur slösuðust. Tilræðið er sagt tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka. Annað tilræði var gert í Gautaborg í fyrradag þegar leigubíll eyðilagðist eftir að handsprengja sprakk undir honum.
Einn handtekinn vegna tilræðis í Gautaborg í gær
