Nylon í 1. sæti á breska danslistanum 21. september 2006 18:52 Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Lagið sem um ræðir er endurhljóðblöndun á gamla Eurythmics-laginu "Sweet Dreams". Lagið fór fyrst í 11. sæti breska danslistans svokallaða í síðustu viku og var svo komið í það 9. í þessari viku. Umboðsmaður Nylon-hópsins, Einar Bárðarson, segist síðan hafa fengið símtal í dag þar sem honum var tilkynnt að á listanum sem birtur verður eftir helgi sitji lagið í efsta sætinu. Einar segir tíðindin hafa komið sér og stelpunum mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess að lagið er "aðeins" á B-hlið smáskífunnar Closer sem áætlað er að komi út þann 23. október. Það hafi svo verið fyrir hálfgerða rælni sem það var sent til nokkurra plötusnúða á dansklúbbum í Bretlandi. Lagið virðist hins vegar falla betur í kramið en nokkrun óraði fyrir. Það má segja að þetta lag Eurythmics um ljúfa drauma gagnist tónlistarfólki vel í að eltast við drauminn um frægð og frama. Auk Annie Lennox og félaga í Eurythmics stimplaði Marylin Manson sig nefnilega rækilega inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum með sinni útfærslu á laginu. Það verður því spennandi að sjá hvort Nylon-stúlkur fylgi velgengninni eftir á næstu mánuðum og árum. Aðspurður að lokum hvort þessar fréttir séu það stórar að þær geti kallast lögreglumál segir Einar þær svo sannarlega vera það. „Algjört lögreglumál, ef eitthvað er lögreglumál. Bara handjárna þetta strax!" segir umboðsmaður Íslands. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Lagið sem um ræðir er endurhljóðblöndun á gamla Eurythmics-laginu "Sweet Dreams". Lagið fór fyrst í 11. sæti breska danslistans svokallaða í síðustu viku og var svo komið í það 9. í þessari viku. Umboðsmaður Nylon-hópsins, Einar Bárðarson, segist síðan hafa fengið símtal í dag þar sem honum var tilkynnt að á listanum sem birtur verður eftir helgi sitji lagið í efsta sætinu. Einar segir tíðindin hafa komið sér og stelpunum mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess að lagið er "aðeins" á B-hlið smáskífunnar Closer sem áætlað er að komi út þann 23. október. Það hafi svo verið fyrir hálfgerða rælni sem það var sent til nokkurra plötusnúða á dansklúbbum í Bretlandi. Lagið virðist hins vegar falla betur í kramið en nokkrun óraði fyrir. Það má segja að þetta lag Eurythmics um ljúfa drauma gagnist tónlistarfólki vel í að eltast við drauminn um frægð og frama. Auk Annie Lennox og félaga í Eurythmics stimplaði Marylin Manson sig nefnilega rækilega inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum með sinni útfærslu á laginu. Það verður því spennandi að sjá hvort Nylon-stúlkur fylgi velgengninni eftir á næstu mánuðum og árum. Aðspurður að lokum hvort þessar fréttir séu það stórar að þær geti kallast lögreglumál segir Einar þær svo sannarlega vera það. „Algjört lögreglumál, ef eitthvað er lögreglumál. Bara handjárna þetta strax!" segir umboðsmaður Íslands.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira