Erlent

Áfram mótmælt í Búdapest

MYND/AP

Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu.

Svo virðist þó sem dregið hafi úr mótmælunum í landinu því yfir tuttugu þúsund manns komu saman á laugardagskvöld á sama stað en það er mesti fjöldi sem þar hefur komið saman á þeirri rúmu viku sem liðin er frá því að mótmælin hófust. Forsætisráðherrann hefur hins vegar neitað að segja af sér og sagði í viðtali í gær að hann hygðist sækjast eftir því að leiða flokk sinn áfram á flokksþingi á næsta ári. Niðurstöður í sveitarstjórnarkosningum í næstu viku breyttu engu þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×