Viðskipti erlent

GM vill greiðslu vegna samstarfs

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er sögð ætla að fara fram á að bílaframleiðendurnir Nissan og Renault greiði fyrirtækinu milljarða bandaríkjadali í meðgjöf verði af samstarfi fyrirtækjanna á sviði bílaframleiðslu. Forstjórar fyrirtækjanna funduðu um samstarfið í París í Frakklandi í dag.

Ekki hefur verið greint frá því hversu háa fjárhæð GM fer fram á.

Ástæðan fyrir því er sú að GM telur sig leggja meiri skerft til samstarfsins en hinir framleiðendurnir. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal í dag hafa viðræður forstjóranna gengið stirðlega enda hafi þær fram til þessa strandað bæði á því hversu víðtækt samstarfið verði og hversu stóran hlut fyrirtækin leggi til samstarfsins.

Blaðið segir þetta nýjasta útspil GM auka því líkurnar á því að viðræður forstjóranna renni alfarið út í sandinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×