Tottenham áfram

Tottenham komst í kvöld áfram í riðlana í Evrópukeppni félagsliða eftir tilþrifalítinn 1-0 sigur á tékkneska liðinu Slavia Prag og vann því samanlagt 2-0. Það var fyrirliðinn Robbie Keane sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir af leiknum, en bæði lið fengu reyndar dauðafæri á lokasprettinum.