Latibær á hvíta tjaldið 30. september 2006 12:15 Stúdíó Latabæjar er eitt það fullkomnasta í heiminum. Hér má sjá starfsfólk Latabæjar við tökur á nýjust þáttaröð Latabæjar en þeim tökum er nýlokið. Tveir þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer dagana 28. september til 8. október. "Bíóið í Kringlunni er eitt af einungis 900 kvikmyndahúsum í heiminum sem getur sýnt efni í "High Definition". Hér er því virkilega um einstakan viðburð að ræða", segir Raymond Le Gué framleiðandi Latabæjarþáttanna sem unnið hefur með Dolby undanfarnar vikur við að undirbúa þættina fyrir þessar sýningar. "Ég hef alltaf sagt að það sé ekki erfitt að gera mig ánægðan, svo lengi sem um það allra besta er að ræða. Þegar við gerðum prófanir á Latabæjarþáttunum í sínum bestu gæðum í Sambíóunum Kringlunni í síðustu viku varð ég hins vegar algjörlega orðlaus. Gæðin voru hreint ótrúleg og loksins sáum við allan afrakstur þeirrar vinnu sem við í Latabæ höfum lagt að baki til að gera þættina að vandaðasta barnaefni sem um getur í heiminum. Þeir sem leggja leið sína í Kringlubíó til að sjá Latabæ á hvíta tjaldinu eiga án efa eftir að verða jafn undrandi og við sem að þáttunum stöndum." segir Magnús Scheving. Þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þremur árum síðan var ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þættina upp í "High Definition" sem þýðir einfaldlega það að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skilar sér í mun betri myndgæðum. Með þeirri ákvörðun varð Latibær fyrsta sjónvarpsefni fyrir börn sem tekið var upp í slíkum gæðum. "High Definition" er þó ekki enn komið í almenna notkun, hvorki í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, og því hefur almenningur hingað til ekki fengið að njóta þáttanna í fullum gæðum. Nú gefst þó tækifærið þar sem Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr glænýrri þáttaröð til "High Definition" sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svokölluð fagsýning á Latabæ þar Magnús Scheving leikstjóri og höfundur Latabæjar og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. "Ég held að margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að í miðju iðnaðarhverfi í hrauninu í Garðabæ er eitt fullkomnasta stúdíó í heiminum. Það er einstakt á þann veg að öll vinna við þættina fer fram þar. Fyrir utan tökurnar sjálfar felur það í sér búninga- og leikmyndagerð, klippingu, tæknibrellur, kvikmyndatónlist, hljóðvinnslu, litvinnslu og allt annað sem þarf til að skila af sér fullunninni vöru í heimsklassa", segir Raymond. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða svo þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnudaginn 8. október í tilefni af fjölskyldudegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Tveir þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer dagana 28. september til 8. október. "Bíóið í Kringlunni er eitt af einungis 900 kvikmyndahúsum í heiminum sem getur sýnt efni í "High Definition". Hér er því virkilega um einstakan viðburð að ræða", segir Raymond Le Gué framleiðandi Latabæjarþáttanna sem unnið hefur með Dolby undanfarnar vikur við að undirbúa þættina fyrir þessar sýningar. "Ég hef alltaf sagt að það sé ekki erfitt að gera mig ánægðan, svo lengi sem um það allra besta er að ræða. Þegar við gerðum prófanir á Latabæjarþáttunum í sínum bestu gæðum í Sambíóunum Kringlunni í síðustu viku varð ég hins vegar algjörlega orðlaus. Gæðin voru hreint ótrúleg og loksins sáum við allan afrakstur þeirrar vinnu sem við í Latabæ höfum lagt að baki til að gera þættina að vandaðasta barnaefni sem um getur í heiminum. Þeir sem leggja leið sína í Kringlubíó til að sjá Latabæ á hvíta tjaldinu eiga án efa eftir að verða jafn undrandi og við sem að þáttunum stöndum." segir Magnús Scheving. Þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þremur árum síðan var ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þættina upp í "High Definition" sem þýðir einfaldlega það að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skilar sér í mun betri myndgæðum. Með þeirri ákvörðun varð Latibær fyrsta sjónvarpsefni fyrir börn sem tekið var upp í slíkum gæðum. "High Definition" er þó ekki enn komið í almenna notkun, hvorki í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, og því hefur almenningur hingað til ekki fengið að njóta þáttanna í fullum gæðum. Nú gefst þó tækifærið þar sem Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr glænýrri þáttaröð til "High Definition" sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svokölluð fagsýning á Latabæ þar Magnús Scheving leikstjóri og höfundur Latabæjar og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. "Ég held að margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að í miðju iðnaðarhverfi í hrauninu í Garðabæ er eitt fullkomnasta stúdíó í heiminum. Það er einstakt á þann veg að öll vinna við þættina fer fram þar. Fyrir utan tökurnar sjálfar felur það í sér búninga- og leikmyndagerð, klippingu, tæknibrellur, kvikmyndatónlist, hljóðvinnslu, litvinnslu og allt annað sem þarf til að skila af sér fullunninni vöru í heimsklassa", segir Raymond. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða svo þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnudaginn 8. október í tilefni af fjölskyldudegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira