Scott Parker kominn aftur í hóp Englendinga 29. september 2006 17:00 Scott Parker er kominn aftur í enska landsliðshópinn, en hann á að baki aðeins tvo landsleiki, þann síðasta vorið 2004. NordicPhotos/GettyImages Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs). Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sjá meira
Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs).
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sjá meira