Knattspyrnuþjálfarinn Raymond Domenech hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið til þriggja ára og mun því að öllu óbreyttu stýra franska landsliðinu fram yfir HM í Suður-Afríku árið 2010.
Domenech tók við franska landsliðinu af Jacques Santini sumarið 2004 eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum á EM það árið. Domenech þótti ekki gera neinar rósir með liðið í fyrstu, en kom liðinu þó á HM í sumar þar sem liðið hristi af sér afleita byrjun og tapaði loks naumlega fyrir Ítölum í úrslitaleiknum.