Van Bommel í hópinn á ný 29. september 2006 19:45 Ruud Van Nistelrooy var ekki valinn í hóp Hollendinga að þessu sinni Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea) Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea)
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira