Van Bommel í hópinn á ný 29. september 2006 19:45 Ruud Van Nistelrooy var ekki valinn í hóp Hollendinga að þessu sinni Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea) Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea)
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira