Erlent

Rússar sendir heim

MYND/AP

Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu.

Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja.

Frá því að fjórmenningarnir voru handteknir í síðustu viku hafa samskipti Rússlands og Georgíu kólnað mjög.

Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, sagði í yfirlýsingu sinni í dag að mennirnir hefðu ekki verið leystir úr haldi vegna þrýstings stjórnvalda í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×