Erlent

Grænfriðungar stýra fiskverslun í Englandi

Grænfriðungar virðast vera farnir að stjórna verslun með fisk, í breskum stórmörkuðum. Þeir birta skýrslur yfir innkaup á fiski, og gefa mörkuðunum einkunnir eftir því hvort þar er að finna fisk úr stofnum sem Grænfriðungar telja ofveidda.

Við einkunnagjöfina er einnig tekið tillit til annarra þátta, svosem hversu mikilli olíu fiskiskip eyða og hvernig veiðarfæri eru notuð. Waitrose verslanakeðjan olli miklu uppnámi á Suðvestur Englandi með því að tilkynna að hún væri hætt að kaupa fisk frá vissri tegund togara vegna þess að þeir eyddu of mikilli olíu, og skemmdu hafsbotninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×