Haukar unnu ítalska liðið Conversano 28-26 á Ásvöllum í kvöld. Þeir eru komnir áfram í EHF-Evrópukeppninni í handbolta en þeir töpuðu með einu marki í Ítalíu og vinna því samanlagt með einu marki.
Árni Þór Sigtryggson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Jón Karl Björnsson 6.