Erlent

Saddam Hussein mætir aftur í dómsal

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, við réttarhöldin í morgun.
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, við réttarhöldin í morgun. MYND/AP

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins.

Forsetinn fyrrverandi hefur verið rekinn út úr réttarsal fjórum sinnum á síðustu vikum en engar fregnir hafa borist af upphlaupi í dag. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum en þar hafa Kúrdar að undanförnu verið kallaðir í vitnastúku til að greina frá glæpum Husseins og félaga hans á níunda áratug síðustu aldar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×