Erlent

Bandaríkjamenn senda öryggisráði nýja ályktun

Bandaríkjamenn hafa samið ný drög að ályktun um refsiaðgerðir til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna gegn Norður Kóreu eftir kjarnorkutilraun þeirra í byrjun vikunnar.

Þeir vilja að ráðið greiði atkvæði um drögin fyrir morgundaginn, þrátt fyrir andstöðu Kína gegn hluta af tillögunum um efnahags-og vopnaþvinganir.

Kofi Annan lýsti því yfir að hann vonaðist til að Norður Kórea sneri aftur til viðræðna við sex-landa nefndina, sem skipuð er fulltrúum frá Kóreuríkjunum tveim, Bandaríkjunum, Japan, Kína og Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×