Erlent

Loftslagsbreytingar eru ekki okkur að kenna

James Inhofe
James Inhofe

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn James Inhofe segir að það sé mesta bull að mannkynið hafi nokkuð að gera með loftslagsbreytingarnar sem eru að verða í heiminum.

Inhofe, sem er þingmaður Republikana fyrir Oklahoma segir að stærsta ógnunin við umhverfið séu tölvumódelin sem vísindamenn búi til. Hann segir að heimurinn gangi nú í gegnum hlýindaskeið, enginn neiti því. Það sé hinsvegar fjarstæða að það sé af mannavöldum.

Þarna gengur þingmaðurinn jafnvel lengra en forseti hans, sem sagði nýlega að loftslagsbreytingarnar séu mikið áhyggjuefni. Inhofe er einnig á móti fóstureyðingum og því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband.

Í umræðu um samkynhneigða, hélt hann á lofti mynd af sér ásamt tuttugu börnum sínum og barnabörnum. Hann sagði stoltur að í hans fjölskyldu hafi aldrei orðið hjónaskilnaður, né hafi þar nokkur verið samkynhneigður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×