Erlent

Elsti Kúbverjinn látinn

Benito Martinez Abogin.
Benito Martinez Abogin. MYND/AP

Eitt hundrað tuttugu og sex ára Kúbverji, Benito Martinez Abogin, sem var þekktur sem elsti maður Kúbu, lést í fyrradag. Martinez varð frægur fyrir nokkrum árum þegar hann var tekinn inn í Hundrað og tuttugu ára klúbbinn, samtök sem kúbverskir læknar stofnuðu til að auka gæði lífs aldraðra.

Skjöl Martinez benda til að hann hafi fæðst 19. júní 1880 á Haítí. Skjölin hafa þó aldrei hlotið alþjóðlega staðfestingu svo Martinez var ekki skráður sem elsti maður heims. Maria Esther de Capovilla, eitt hundrað og sextán ára kona frá Ekvador, var skráð sem elsti einstaklingurinn á jörðinni í heimsmetabók Guinnes, þar til hún lést í ágúst á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×