Erlent

Verðlaunaféð fer í sjúkrahús og matvælaverksmiðju

Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði og veitir fátækum lán, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár.

Verðlaunaféð, um 100 milljónir króna, mun Yunus nota til að koma á fót verksmiðju sem framleiðir ódýr matvæli með miklu næringargildi auk þess að koma á fót í heimalandi sínu sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í augnaðgerðum.

fæddist árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði í Bandaríkjunum árið 1969. Hugmyndin að bankanum kviknaði nokkrum árum síðar þegar hann fékk endurgreidda 27 dollara sem hann lánaði nokkrum iðnaðarmönnum. Í dag eru lántakendur Grameen bankans yfir sex og hálf milljón, konur eru níu og sex prósent þeirra. Smálánin eru yfirleitt undir sem svarar sjö þúsund íslenskum krónum og eru veitt til að auðvelda fátækum að stofna eigin atvinnurekstur.

Í úrskurði nóbelsnefndarinnar segir að Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Nefndin sagði einnig að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×