Erlent

Nýr megrunardrykkur reynist umdeildur

Sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum gera lítið úr fullyrðingum Coca-Cola og Nestle um að nýr drykkur frá þeim hjálpi fólki við að létta sig drekkið það þrjár 30 millilítra dósir á dag.

Coca-Cola kynnti í gær nýjan drykk, Enviga, kolsýrðan koffíndrykku sem verður seldur í þremur mismunandi bragðtegundunum, grænu te, berjabragði og ferskjubragði. Drykkurinn er framleiddur í samstarfi við svissneska fyrirtækið Nestle.

Coca-Cola og Nestle fullyrða að ef neytendur drekki þrjár 30 millilítra dósir á dag geti þeir brennt á bilinu 60 til 100 kalóríum.

Marion Nestle, næringaprófessor við New York háskóla, segir þetta byggja á rannsókn sem sé enn á frumstigi og því ekki hægt að fullyrða að drykkurinn einn og sér hjálpi fólki við að brenna kaloríum. Netsle sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fullyrðingar Coca-Cola og Nestle væru hlægilegar. Þær séu dæmi um hvað fyrirtæki séu reiðubúin til að ganga langt til að selja vörur sínar.

Rannsóknin sem um ræði er unnin við Háskólann í Lausanne í Sviss og benda niðurstöður til þess að dreykkurinn hraði efnaskiptum í líkama þess sem drekkur hann og eykur orkunotkun.

Talskona bandarísku manneldissamtakanna segir að með því að blanda saman koffíni og grænu te sé ef til vill hægt að hraða efnaskiptum í líkama fólks og brenna þar með nokkrum kaloríum, en það þýði ekki að viðkomandi léttist. Fyrirtæki séu aðeins að spila inn á drauma fólks um að það geti létt sig án þess að hafa fyrir því.

Drykkurinn fer á markað í norð-austur fylkjum Bandaríkjanna í næsta mánuði og um verður kominn í sölu um gjörvöll Bandaríkin í janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×