Erlent

Öryggisráð SÞ samþykkir refsiaðgerðir gegn N-Kóreu

Bandaríkin, Bretland og Frakkland komust hjá ágreiningi við Rússland og Kína um refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu og samþykktu öll 15 aðildarríki öryggisráðsins nýja ályktun. Hún felur í sér að Norður Kórea eyðileggi öll kjarnorkuvopn, gjöreyðingarvopn og langdrægar flaugar, en útilokar hernaðaraðgerðir gegn landinu.

Algjört bann við vopnum almennt var tekið út úr fyrri tillögum Bandaríkjamanna, en áfram er bann við viðskiptum með efni sem hægt er að nýta til kjarnorkuframleiðslu.

Þá er í tillögunum bann við viðskiptum með skriðdreka, stórskotavopn, stríðsskip og herflugvélar í eigu N Kóreu og ferðabann á embættismenn. Auk þessa eru viðskiptaþvinganir áfram í tillögunum og skilyrði um að Norður Kóreumenn snúi tafarlaust aftur til samninga við sex-landa nefndina.

Wang Guangya, sendiherra Kína hjá Sameinuðu Þjóðunum sagði refsiaðgerðirnar "sterkar, öflugar og viðeigandi."

John Bolton sendiherra Bandaríkjanna sagðist vera "mjög ánægður" með útkomuna.

Kína og Rússland eru órólegir vegna möguleika á að Bandaríkin banni skip nálægt ströndum þeirra, en löndin eiga bæði landamæri við Norður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×