Erlent

Biskup styður borgaralega óhlýðni umhverfisverndarsinna

Norski biskupinn Odd Bondevik styður borgaralega óhlýðni umhverfisverndarsinna, sem mótmæla því að gas-orkuver verði reist í Mongstad, í Noregi. Það eru ungir sósíalistar sem hafa boðað mmótmæla aðgerðir gegn orkuverinu.

Biskupinn segir að hann muni ekki sjálfur fara á staðinn til þess að hlekkja sig, eða taka þátt í öðrum aðgerðum, en hann styðji hinsvegar þá sem gera það. Hann segir að borgaraleg óhlýðni skili sjaldnast árangri, samfélagið hafi sínar leiðir til þess að fjarlægja mótmælendur.

Óhlýðni sé fyrst og fremst leið til þess að leggja áherslu á alvöru máls, því með henni séu send sterk skilaboð um að menn séu reiðubúnir að taka afleiðingum gerða sinna og þola þá auðmýkingu sem því fylgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×