Erlent

Seldi garð nágrannans

Fasteignasali í Osló fékk margar fyrirspurnir um íbúð sem hann hafði til sölu, vegna þess hve bakgarðurinn var einstaklega fallegur. Þetta var nokkuð stór garður, með trjám og blómum og göngustígum og greinilega vel um hann hugsað.

Sá var þó galli á gjöf Njarðar að garðurinn fallegi tilheyrði næsta húsi. Og þar á milli var tveggja metra hár tréveggur.

Fasteignasalinn taldi sig ekki vera að blekkja hugsanlegan kaupanda. Hann hefði bara verið að sýna útsýnið úr stofuglugganum, og það væri yfir garðinn fallega, sem nágranninn á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×