Erlent

Siniora hafnar boði Olmerts um friðarviðræður

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hafnaði í dag boði Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, um friðarviðræður milli landanna. Siniora sagði að Líbanon væri síðasta landið sem myndi gera einhvers konar samkomulag við Ísraelsríki.

Hann bauð Olmert í staðinn að ganga að friðartillögum sem gera ráð fyrir að Ísraelar hverfi af hernumdum svæðum sem Líbanar segja tilheyra Líbanon. Jafnframt að Ísraelar fylgdu í öllu vopnahlésályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í sumar sem batt enda á liðlega mánaðarlöng átök Ísraelshers og Hizbollah-samtakanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×