Erlent

Kvarta til siðanefndar vegna myndbirtingar Nyhedsavisen

Frá skrifstofu Nyhedsavisen.
Frá skrifstofu Nyhedsavisen. MYND/Alda Lóa

Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur ákveðið að kvarta til siðanefndar danska blaðamannafélagsins vegna þess að Nyhedsavisen birti á dögunum myndir af fundi hreyfingarinnar þar sem félagar teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni.

Fréttirnar vöktu nokkuð sterk viðbrögð meðal múslíma enda ekki nema ár síðan miklar deilur spruttu um sams konar teikningar sem birtar voru í Jótlandspóstinum.

Ungliðarnir í Þjóðarflokknum segja að fundurinn hafi ekki verið opinber og að myndirnar snúi ekki að mikilvægum málum í samfélaginu. Nyhedsavisen hafi því að mati hreyfingarinnar farið á svig við siðareglur með því að birta þær. Félagar í ungliðahreyfingunni hafa meðal annars fengið líflátshótanir í kjölfar fréttann og hafa þurft að fara í felur af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×