Viðskipti innlent

Mesta verðbólgan á Íslandi

Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum.

Í Hálffimmfréttum Kaupþing segir að verðlag á Íslandi hafi hækkað um 0,7 prósent í september frá fyrri mánuði. Engin breyting var hins vegar á verðlagi að meðaltali meðal EES-ríkjanna milli mánaða.

Þá mældist verðbólgan á evrusvæðinu 1,7 prósent í september en það er 0,6 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Lægst var verðbólgan í Finnlandi eða 0,8 prósent en hæst í Lettland og Ungverjaland. Þar mældist hún 5,9 prósent í báðum löndum. Helsti áhrifaþáttur til lækkunar verðbólgu var eldsneytisverð, en það lækkaði um 6,3 prósent í mánuðinum sem hafði 0,3 prósenta áhrif til lækkunar á samræmdu vísitölunni, að því er segir í Hálffimmfréttum Kaupþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×