Erlent

Of hátt of lengi skaðar

Ipod nano
Ipod nano MYND/Vísir

Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum.

Rannsókn eitt hundrað læknanema sýndu að ef notendur hlusta á tónlist, með yfir 80% styrk hljóðsins í yfir nítíu mínútur, þá getur það skaðað heyrn þeirra. Þeir sem hlusta á tónlistina með 100% styrk hljóðsins þurfa aðeins að hlusta í fimm mínútur til að eiga á hættu að hljóta skaða af. Læknar segja að það geti tekið allt að tíu ár fyrir heyrnartap að koma fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×