Erlent

Drápu son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku

Dómstóll í Hong Kong dæmdi í dag karl og konu í annars vegar eins og hálfs árs og hins vegar tveggja ára fangelsi fyrir að hafa drepið tíu ára gamlan son sinn með því að loka hann inni í ferðatösku í tvo tíma.

Fólkið viðurkenndi fyrir dómi að hafa refsað syninum á þennan hátt eftir að hann kom of seint heim úr skólanum dag einn. Greint er frá því í þarlendum fjölmiðlum að sonurinn hafi kallað á hjálp í töskunni en móðir hans hunsaði það í nærri tvo tíma. Þegar hún loksins opnaði töskuna var drengurinn meðvitundarlaus og lést hann tveimur dögum síðar á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×