Erlent

Svisslendingar panta bóluefni gegn fuglaflensu

MYND/AP

Sviss varð í dag fyrsta landið til að panta birgðir af tilraunabólefni gegn fuglaflensu sem lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur þróað. Fram kemur á fréttavef Reuters að svissnesk heilbrigðisyfirvöld hafi pantað átta milljónir skammta af bóluefninu, fyrir alla þjóðina, til að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensa geti orðið að faraldri í landinu.

Sérfræðingar óttast að H5N1-stofn fuglaflensuveirunnar stökkbreytist og fari að berast milli manna en það hefur ekki gerst hingað til. Búist er við að Svisslendingar fái fyrstu birgðir bóluefnisins í upphafi næsta árs þegar lyfjareftirlit landsins hefur lagt blessun sína yfir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×