Erlent

Frjáls félagasamtök þurfa að hætta starfsemi

Stjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið sökuð um að þrengja að starfsemi frjálsra félagasamtaka í Rússlandi.
Stjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið sökuð um að þrengja að starfsemi frjálsra félagasamtaka í Rússlandi. MYND/AP

Tugir frjálsra félagssamtaka í Rússlandi, þar á meðal Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), þurfa að hætta starfsemi sinni þar sem þau hafa ekki skráð sig hjá stjórnvöldum samkvæmt nýjum lögum.

Lögin settu stjórnvöld í Moskvu til að geta fylgst með starfsemi samtakanna sem þau segja sum starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir. Gagnrýnendur segja hins vegar að með þessu séu yfirvöld í Rússlandi að þagga niður í óháðum öflum í landinu. Talið er að á bilinu 200-500 óháð félagasamtök starfi í Rússlandi en um 80 hafa þegar skráð sig í samræmi við nýju lögin og um 70 hafa lagt inn umsókn um skráningu.

Rússnesk yfirvöld neita því að þau ætli að loka starfsemi fjölmargra samtaka nú og segja samtökin reyna að draga upp þá mynd að þau sæti ofsóknum í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×