Erlent

Reyna að tala um fyrir Kim

Kínverjar hafa sent erindreka sína til Norður-Kóreu til að freista þess að fá þarlend stjórnvöld til að hætta kjarnorkutilraunum sínum. Kim Jong-il, leiðtogi Norður-kóreumanna, átti með þeim stuttan fund. Ekki er búist við miklum árangri af honum. Á sama tíma hitti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Ban Ki-moon, starfsbróður sinn í Suður-Kóreu. Suður-kóreumenn eru sagðir tregir til að taka þátt í að beita nágranna sína þvingunum en Rice kvaðst hafa fullvissað þá um að ekkert yrði gert sem auka myndi á spennuna á Kóreuskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×