Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta hefst með látum í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Íslandsmeistarar Njarðvíkur hefja titilvörnina í Seljaskóla gegn ÍR, Keflavík tekur á móti Skallagrími, Fjölnir fær Grindavík í heimsókn og þá taka Haukar á móti Tindastól.
Þá lýkur fyrstu umferðinni annað kvöld þegar KR mætir Snæfelli í DHL-höllinni og grannarnir Þór og Hamar/Selfoss eigast við í Þorlákshöfn.