Fatah- og Hamas-liðar ræðast við 19. október 2006 23:32 Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ræðir við fréttamenn í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. MYND/AP Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt. Erlent Fréttir Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Sjá meira
Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt.
Erlent Fréttir Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Sjá meira