Erlent

Jarðskjálfti skók norð vestur hluta Tyrklands

Jarðskjálfti sem mældist 5,2 á Richter skók norð-vesturhluta Tyrklands í dag. Íbúar í Istanbúl fundu fyrir skjálftanum. Upptök hans voru í Balikesir-héraði sem er hinumegin við Marmarahafið frá Istanbúl. Ekki hafa borist fregnir af því að nokkur hafi týnt lífi eða hve margir hafi slast og ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið.

Mannskæðir jarðskálftar, sem valdið hafa miklum skemmdum, hafa riðið yfir Tyrkland síðustu árin en landið liggur á stóru misgengi. Nærri 18 þúsund manns týndu lífi í skjálfta í norð vestur hluta landsins í ágúst árið 1999.

Íbúum á svæðinu bregður töluvert í hvert sinn sem jörðin skelfur þar sem vísindamenn hafa spáð því að stór jarðskjálfti muni líkast til ríða yfir innan 30 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×