Erlent

Páfi að endurvekja gamlar hefðir innan kaþólsku kirkjunnar

Benedikt Páfi
Benedikt Páfi MYND/AP

Benedikt Páfi er að velta fyrir sér að enduvekja svokallaða latneska messu í kaþólsku kirkjunni. Tillagan hefur mætt töluverðri andstöðu innan kirkjunnar þar sem þessi messa var lögð af í umbótum innan kirkjunnar á sjöunda áratugnum. Andstæðingar tillögunnar segja þetta vera færa kirkjuna aftur í tímann og koma í veg fyrir samskipti og gagnkvæma virðingu milli kaþólskrar trúar og annarra trúarbragða. Latínumessan fer öll fram á latnesku og snýr presturinn baki í söfnuðinn, sem er þögull, á meðan messunni stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×